57. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 30.11.2015 kl. 11-12:30 í Fjölheimum.
Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir í símasambandi, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu fundinn. Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
1. Fundargerð 56. fundar hafði verið send fundarmönnum, hún rædd, samþykkt og undirrituð.
2. Erlend samstarfsverkefni félagsins
a. Innovation and Management in Tourism – Education in the Tourist Sector. Sl. þriðjudag voru hér á ferð samstarfsaðilar okkar frá Orkneyjum og Spáni í þessu verkefni og fóru víða um starfssvæði Háskólafélagsins. Góður gangur er í framvindu þessa verkefnis
b. Partnership for Geo education. Fulltrúar sveitarstjórna sem standa að Kötlu- Geopark fóru ásamt Sigurði Sigursveinssyni á fund jarðvanga í Portúgal. Bein tenging sveitarstjórna við verkefnið er nauðsynleg og voru menn sammála um ágæti fundarins.
c. Beiðni frá Þekkingarsetri Nýheima um að HfSU verði samstarfsaðili í Erasmus+ umsókn þeirra ásamt Þekkingarneti Þingeyinga og aðilum í Svíþjóð og Írlandi um rannsókn á áhrifum þekkingarsetra í dreifðum byggðum. við athugun á viðhorfum til búsetu í dreifðari byggðum og mikilvægi þekkingarsetra. Erindið samþykkt.
3. Fjárhagshorfur vegna 2016
Fjárlagafrumvarpið. Miðað við óbreytta stöðu er ljóst að starfsemi Háskólafélagsins er ógnað og útilokað er að halda mikilvægum þáttum í starfseminnar með óbreyttu sniði nema aukið fjarmagn komi til félagsins. Samþykkt að senda ályktun til þingmanna kjördæmisins til að fá þá til frekara liðs við starfsemi félagsins. Á meðal þess sem leggja þarf áherslu á er að nauðsynlegt er að koma í veg fyrir að tímabundin 10 milljóna króna fjárveiting til starfseminnar í V- Skaftafellssýslu detti út. Auk samskipta við þingmenn er nauðsynlegt að vinna með stjórn SASS að frjóu formi á samvinnu Háskólafélagsins og samtakanna.
4. Önnur mál
a. Þekkingarsetrin á landsbyggðinni – drög að sameiginlegu bréfi lögð fram.
b. Ákveðið að tímasetning næsta stjórnarfundar ráðist af framvindu mála.