Fréttir, Geo education

Heimsókn í Arouca UNESCO Global Geopark

Í lok nóvember var haldinn vinnufundur í evrópsku samstarfsverkefni (Erasmus+: Geo education) í Portúgal sem Háskólafélagið á aðild að. Verkefnið snýst um aðferðafræði í fræðslu um jarðfræði og landafræði á vetttvangi. Fundurinn fór fram í smábænum Arouca sem er í fjalllendinu fyrir ofan borgina Porto í Norður-Portúgal. Þar er jarðvangur, Arouca UNESCO Global Geopark, en fræðsla í jarðvöngum er einmitt aðaláherslan í umræddu verkefni.  Stjórn Kötlu jarðvangs tók þátt í þessari ferð á vegum Háskólafélagsins og átti þess kost að fá dýrmæta innsýn í starfsemi jarðvangs sem getið hefur sér gott orð fyrir starfsemi sína.