stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum á Selfossi fimmtudaginn 11. október 2018 kl. 10-12. Mætt voru Sveinn Aðalsteinsson, Rögnvaldur Ólafsson, Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir og Þórarinn Ingólfsson en í símanum var Kristín Hermannsdóttir. Auk þess sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri og ritaði hann fundargerð. Þá sátu fundinn starfsmennirnir Ingunn Jónsdóttir og Hrafnkell Guðnason.
Sveinn Aðalsteinsson formaður setti fundinn og gengið var til fyrirliggjandi dagskrár.
- Haldið var áfram vinnu við stefnumörkun félagsins á grundvelli útsendra gagna fyrir fundinn.
- Stuttlega var rætt um væntanlegan fund formanns og framkvæmdastjóra með mennta- og menningarmálaráðuneytinu um endurnýjun samnings um rekstrarverkefni félagsins.
- Greint frá vinnu framundan um skilgreiningu áhersluverkefna Sóknaráætlunar Suðurlands 2019, áhersluverkefni 2018 um námskeiðaröð fyrir frumkvöðla, og hugmyndir um aðstöðu fyrir frumkvöðla, t.d. í Fjölheimum.
Fleira ekki og fundi slitið rétt rúmlega 12.