83. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands, haldinn í fjarfundi þann 22.06.2021.
Viðtöl við umsækjendur um stöðu framkvæmdastjóra HfSu.
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson og Sveinn Aðalsteinsson.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
Fimm umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra HfSu, einn umsækjandi dró umsókn til baka og fjórir því boðaðir í viðtöl sem fóru fram í fjarfundi.
Eftir viðtölin voru tveir umsækjendur metnir hæfastir. Samþykkt að fara í frekari úrvinnslu í samvinnu við þá og þeim falið að útbúa og flytja kynningu á því hvernig þeir vildu styrkja, stækka og efla HfSu næstu 3 árin. Einnig kynna sína framtíðarsýn á stöðu félagsins eftir 3 ár. Gera skyldi grein fyrir fjármögnunarleiðum og verkþáttum með áherslu á menntun, rannsóknir og nýsköpun. Umsækjendur fengu sólarhring til að vinna verkefnið.