82. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands, haldinn þann 14.06.2021
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn, ýmist í Fjölheimum eða á fjarfundi: Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og nýr stjórnarmaður, Sigurður H Markússon, sem var boðinn velkominn til starfa í stjórn HfSu. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri félagsins fundinn.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
- Fundargerð 81. fundar hafði verið send fundarmönum og var hún samþykkt.
- Háskólahátíð verður haldinn þann 18. júní n.k. kl. 15 í Fjölheimum. Þeir stjórnarmenn sem það geta munu mæta.
- Rætt um að stefna á að halda næsta fund seinni hluta ágústmánaðar í Vík.
- Ráðning framkvæmdastjóra. Sigurður Sigursveinsson vék af fundi undir þessum lið. Stjórn félagsins leitaði tilboða hjá nokkrum ráðningastofum í að sjá um ráðningarferli á framkvæmdastjóra félagsins. Tilboðin þóttu há og ákvað stjórnin að fela Sveini Aðalsteinssyni að skipuleggja og halda utanum ráðningarferlið, í samvinnu við aðra stjórnarmenn. Samþykkt að greiða formanni fyrir þá vinnu samkv. reikningi.
Fimm umsóknir bárust um stöðuna. Formaður félagsins, varaformaður og ritari hafa farið yfir umsóknirnar og leggja til að allir umsækjendur verði boðaðir í viðtöl sem fari fram í gegnum fjarfundabúnað. Samþykkt að viðtölin fari fram dagana 16.-18. júní . Formanni, varaformanni og ritara stjórnar falið að taka viðtölin, aðrir stjórnarmenn koma að eftir efnum og aðstæðum.