Fréttir

Langspilsverkefni í FabLab Selfoss vekur mikla athygli

Langspilssmíðaverkefni Eyjólfs Eyjólfssonar, þjóðfræðings og söngvara sem hefur verið í gangi síðastliðin þrjú ár í Flóaskóa fyrir nemendur í 5. Bekk, hefur nú loksins fengið á sig endanlegt efnislegt form, en verkefnið tengir saman nám í tónlist, þjóðfræði og handverki ásamt stafrænni hönnun og framleiðslu, þar sem nemendur tóku þátt í að hanna sín eigin langspil í tölvu og láta lazer-skera þau út í FabLab verkstæðinu á Selfossi. Þetta verkefni hefur hlotið mikla athygli þar sem áðurnefnd tenging milli ólíka námsgreina leikur lykil hlutverk. Meðfylgjandi myndskeið sýnir þennan frábæra afrakstur.