88. fundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn þann 21.06.2022 í Fjölheimum
Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn:
Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson, Sæunn Stefánsdóttir og Sigurður Markússon voru í fjarsambandi. Olga Lísa Garðarsdóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir boðuðu forföll. Einnig sat Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins fundinn.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
1. Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands.
Markmið sjóðsins er að styrkja námsmenn sem eru að vinna lokaprófsverkefni, til rannsóknarstarfa á Suðurlandi.Til sjóðsins var stofnað á vegum Fræðslunets Suðurlands en frá árinu 2010 hefur Háskólafélag Suðurlands einnig verið aðili að sjóðnum. Fræðslunetið hefur haft umsjón með sjóðnum en ráðgert er að frá og með áramótum 2022-2023 taki Háskólafélagið við þeirri umsjón, að beiðni Fræðslunetsins og hefur stjórn félagsins samþykkt það. Nokkrar umræður urðu um kynningu á sjóðnum og stoðir hans. Ingunni falið að undirbúa yfirtöku félagsins á rekstri sjóðsins.
2. Tæknifræðisetur HÍ og samstarf Háskólafélagsins við HÍ.
Vilji stendur til að námshópur með aðstöðu í Fjölheimum geti stundað nám við Tæknifræðisetrið á komandi vetri, fjöldi áhugasamra nemenda mun hér ráða för. Jafnframt eru í skoðun möguleikar á tengingum við háskóla vegna annarra námleiða ss. náms í dýralækningum, enn er ekkert fast í hendi hvað það varðar.
3. Stefnumótun HfSu.
Samþykkt að með haustinu verði vinnufundur þar sem unnið verði að endurmati og uppfærslu á stefnu Háskólafélagsins. Starfsmenn félagsins munu undirbúa þann fund.
4. Fjölheimar, húsnæði og framhald leigusamnings
Ingunn gerði grein fyrir stöðu máls. Vilji er til að halda starfseminni áfram í núverandi húsnæði en þörf er á endurbótum og viðbótarhúsnæði. Vinna þarf að því að gera austurálmu hússins nýtilega og taka hana í notkun.
5. Önnur mál.
Ingunn sagði frá því að gert væri ráð fyrir niðurstöðu um umsókn Lóu frumkvöðlasjóðs í lok júnímánaðar.
Ákveðið hefur verið að halda mánaðarlega hádegisfundi frumkvöðla og verður sá fyrsti í september n.k.
Áhugi er á samstarfi við Norðanátt (Eimi) um stuðning við frumkvöðla á landsbyggðinni. Fundur þar að lútandi verður haldinn í lok september.
Í haust verður opið hús í Fjölheimum þar sem aðstaða nemenda verður kynnt.