Skip to content Skip to footer

89. fundur

89. fundur Háskólafélags Suðurlands, haldinn þann 27.10.2022 í Bankahúsinu Selfossi.

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn:

Helga Þorbergsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og Sæunn Stefánsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir boðaði forföll.. Einnig sátu fundinn; Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri ásamt Brynju Hjálmtýsdóttur,  Guðlaugu Svansóttur og Ingibjörgu Ástu Rúnarsdóttur starfsmönnum félagsins.      

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

Ingunn gerði grein fyrir starfsemi félagsins undanfarna mánuði:

·       Heimasíða félagsins hefur verið uppfærð.

·       Þuríður Ingvarsdóttir hefur verið ráðin að Fablab-inu í 25% starfshlutfalli 

·  Frumkvöðlar og fleira fólk hefur hist mánaðarlega á vegum Hreiðursins og fjallað um frumkvöðlastarfsemi frá ýmsum hliðum.

·     Styrkur var veittur úr Lóu frumkvöðlasetri í sóknarfæri í nýsköpun/Sunnanátt. Kynningarfundur áætlaður um miðjan nóvember.

·    Verkefnið Menntahvöt hefur haft það markmið að hækka menntunarstig á Suðurlandi um 25%. Leitað hefur verið eftir viðhorfum ungs fólks á Suðurlandi  og er skýr vilji til uppbyggingar háskólaumhverfis í fjórðungnum.

·       Leigusamningur HfSu við Árborg rennur út um n.k. áramót. Samningurinn verður framlengdur til tveggja ára. Sá tími verður nýttur til að vinna að framtíðarsýn Fjölheima í samstarfi við Fræðslunet Suðurlands og Sveitarfélagið Árborg.

·      Í samvinnu við háskólana í landinu er unnið að því að efla háskólanám í Sunnlendingafjórðungi. Þar er m.a. horft til náms í tæknifræðum í samvinnu við HÍ, H.R.og/eða aðra háskóla. Einig var rætt um aðrar námsleiðir m.a. í nýsköpun.

·    Ræða þarf við ráðuneytið um uppfærslu á þjónustusamningi um prófaþjónustu, vegna verulega aukins umfangs þess þáttar hjá starfsmönnum Háskólafélagsins.

·     Starfsmenn Háskólafélagsins munu áfram sinna atvinnuráðgjöf fyrir SASS og er  vinna í gangi við að þróa þá þjónustu.

·    Talsverðar umræður urðu um frekari kynningu á Háskólafélagi Suðurlands og möguleg sóknarfæri sem gætu falist í frekari samvinnu/samruna við aðila sem stefna að sama marki.

·    Ungmennaráð Suðurlands kom á fund stjórnar með þeim hætti að sýnt var nýlegt myndband þeirra hvar meðlimir ráðsins lýstu sinni framtíðarsýn. Góður rómur var gerður að myndbandinu.