94. fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum Selfossi 18. júní 2024
Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir, Olga Lísa
Garðarsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þ. Sigurðsson, Sveinn
Aðalsteinsson. Sæunn Stefánsdóttir boðaði forföll. Ingunn Jónsdóttir
framkvæmdastjóri félagsins sat einnig fundinn
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð
1.Samningur við HVIN.
Ingunn kynnti drög að samningi. Í samningnum eru lagðar nýjar áherslur. Annars vegar er lögð áhersla á „grunn“ og hinsvegar „sókn“ og settir upp mælikvarðar. Áætlað er að gera samning til þriggja ára en endanleg upphæð sem fylgir samningnum liggur ekki fyrir.
Miklar umræður urðu um drögin og þá möguleika sem slíkur samningur gefur. Má þar nefna tækifæri til að skýra og efla samstarf, nýsköpun og stofnun háskóla útibúa.
2. Staðan á húsnæðismálum HfSu.
Drög að framlengingu á samningi við Árborg um Fjölheima til tveggja ára samþykkt. Fyrir liggur að vinna er í gangi á vegum Sveitarfélagsins Árborgar um framtíðarfyrirkomulag á nýtingu þess húsnæðis sem nú hýsir m.a. starfsemi Háskólafélagsins.
3. Könnun á fýsileika sameiningar Háskólafélags Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands.
Stjórn Fæðslunetsins er með málið til umfjöllunar.
4. Hugmyndir um háskólasetur á Suðurlandi
Vilji er til að efla enn frekar samstarf HfSu við háskóla og móta verkefni sem miði að því að félagið verði beinn samstarfsaðili háskólanna. Móta þarf slíkt verkefni vandlega og finna því fjármagn.
5. Önnur mál
A. Í ljósi aukinnar áherslu HVIN á þátt nýsköpunar í samningi við HfSu verði skoðuð hugmynd að sérstöku starfi verkefnisstjóra frumkvöðla og nýsköpunar. Ákveðið að skoða betur þegar fjármagn samningsins er orðið ljóst og að slíkt rúmist innan fjárheimilda.
B. Síðasti stjórnarfundur Olgu Lísu Garðarsdóttur fráfarandi skólameistara FSU. Rætt um eftirmann hennar og að skýra þurfi háttu við skipan aðal og varamanna. Olgu Lísu voru þökkuð góð störf í þágu Háskólafélags Suðurlands á undanförnum árum.