stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 21. júní 2017 kl. 10-11 í Fjölheimum á Selfossi. Eftirfarandi stjórnarmenn voru mættir: Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir Sveinn Aðalsteinsson. Kristín Hermannsdóttir og Olga Lísa Garðardóttir. Þá sat framkvæmdastjóri fundinn. Helga ritaði fundargerð. Sigurður Þór Sigurðsson boðaði forföll.
Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og síðan var gengið til dagskrár.
- Fundargerð 65. fundar samþykkt og undirrituð
- Lagt fram minnisblað fyrir fund HfSu með SASS og fulltrúum frá HÍ sem áætlaður var kl 11 í framhaldi af stjórnarfundi Háskólafélagsins. M.a. var farið yfir niðurstöður könnunar um áhuga Sunnlendinga á námsleiðum. Þar kom fram að mestur áhugi virðist á námi íviðskiptafræði einnig skoruðu verkfræði og list og verknám nokkuð hátt. Áhugi kom fram á námi í flestum greinum. Mikilvægt er að kynna fyrir íbúum starfssvæðis HFSu þá möguleika sem háskólarnir bjóða í fjarnámi.
- Rætt um komandi aðalfund Háskólafélagsins og tillögur að fundarstjóra og ritara.
- Sigurður gerði grein fyrir rekstrarhorfum ársins 2017 sem hafa verulega batnað vegna aukinna framlaga.
Dagnýju þakkað fyrir frábærar veitingar, fundi slitið og stjórnarmenn héldu til áframhaldandi fundarhalda.