Í október sótti Háskólafélagið heim 24 manna hópur frá Póllandi, Portúgal og Króatíu. Um var að ræða lið í Erasmus+ verkefni sem Háskóafélagið tekur þátt í um útikennslu í náttúrufræðum, einkum jarðfræði og landafræði. Hópurinn dvaldi hér á landi í tæpa viku í Vík í Mýrdal og heimsótti áhugaverða staði á Suðurlandi, allt austur í Jökulsárlón. Hópurinn dvaldi á farfuglaheimilinu í Norður-Vík og Hótel Eddu í Vík. Í lok dvalarinnar tóku gestirnir virkan þátt í menningarhátíð Mýrdælinga, Regnboganum. Gestirnir voru mjög ánægðir með dvölina (en framkvæmdastjóri félagsins dreif sig í rútuprófið fyrir heimsóknina og leigði svo rútu af Guðmundi Tyrfingssyni áður hafði hann farið í leiðsögunám hjá Endurmenntun HÍ. Gestir Háskólafélagsins eiga því ekki að koma að tómum kofanum þegar þeir sækja félagið heim!