Skip to content Skip to footer

Háskólafélag Suðurlands leitar að liðsfélaga!

Um nýtt og spennandi verkefni er að ræða sem hefur það að markmiði að auka nýsköpun og uppbyggingu frumkvöðlaumhverfis á Suðurlandi. Ráðið er í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og uppbygging Hreiðursins; frumkvöðlasetra á Suðurlandi
  • Samskipti við frumkvöðla, bakhjarla, mentora og aðra hagaðila
  • Sókn í nýsköpunar- og þróunarsjóði fyrir stuðningsumhverfi frumkvöðla og nýsköpunar á Suðurlandi
  • Samstarf við önnur frumkvöðlasetur og stoðkerfi nýsköpunar og frumkvöðlaumhverfis
  • Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki í nýsköpun
  • Hugmynda- og verkefnaþróun einstaklinga og fyrirtækja í samvinnu við FabLab
  • Almenn verkefna- og viðburðastjórn
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af vinnu með frumkvöðlum og atvinnuuppbyggingu og/eða nýsköpun
  • Þekking og/eða reynsla af markaðsmálum og samfélagsmiðlum
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Skipulagshæfni, metnaður, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Góð almenn tölvufærni – kunnátta í WordPress kostur
  • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku. Önnur tungumál kostur.
  • Glaðlyndi, jákvæðni og dugnaður

 

Sótt er um starfið á www.mognum.is

 

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir / sigga@mognum.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 9. október 2024

 

Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda.