Skip to content Skip to footer

Háskólafélagið auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Háskólafélag Suðurlands óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra

Háskólafélag Suðurlands ehf. óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra til að stýra metnaðarfullu starfi félagsins, í samræmi við framtíðarsýn, gildi og verkefnastefnu þess. Í boði er krefjandi og um leið gefandi starf og tækifæri til að byggja upp þekkingarsamfélag, efla aðgengi að háskólanámi á Suðurlandi og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi landshlutans.

Helstu verkefn og ábyrgði:

  • Daglegur rekstur félagsins, gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana
  • Afla og vinna að verkefnum sem falla að stefnu félagsins í samvinnu við stjórn og starfsfólk
  • Samstarf við eigendur félagsins, helstu hagsmunaaðila og stjórnvöld
  • Kynningar og markaðsmál í samvinnu við starfsfólk og stjórn
  • Vera leiðandi í teymisvinnu verkefna ásamt starfsfólki félagsins

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Rík leiðtogahæfni
  • Haldbær reynsla af rekstri og stjórnun
  • Reynsla af verkefnastjórnun
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og lausnamiðað verklag
  • Frumkvæði og hugmyndaauðgi
  • Reynsla af kynningar- og markaðsmálum í fjölbreyttum miðlum
  • Víðtæk þekking og tengsl við atvinnulíf og menntamál Suðurlands æskileg
  • Reynsla af alþjóðlegum verkefnum æskileg

Háskólafélag Suðurlands ehf. er framsækið félag í eigu Sunnlendinga. Markmið félagsins er að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að miðla og styrkja háskólastarf í fjórðungnum og tengja rannsóknir háskóla og stofnana við atvinnulíf og nýsköpun á svæðinu. Nánari upplýsingar um félagið má finna á vefsíðu þess, www.hfsu.is

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2025

Áhugasamir eru hvattir til að sækja um, óháð kyni og uppruna.

Listi yfir umsækjendur verður ekki birtur.

Sótt er um starfið á www.mognum.is

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ólafsdóttir I sigga@mognum.is

Með umsókn skal fylgja greinagóð starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfi umsækjenda.