Í vikunni stóð Háskólafélag Suðurlands fyrir kynningu á þeirri námsaðstöðu sem boðið er upp á í Fjölheimum og bauð sérstaklega velkomna þá nemendur sem eru að hefja sitt háskólanám. Í Fjölheimum er í boði lesaðstaða fyrir nemendur sem opin er frá kl.8:00-24:00 alla vikuna gegn aðgangskorti, ásamt notalegri kaffistofu / samverurými auk þess sem hægt er að komast í hópavinnurými ef á þarf að halda.
Öllum áhugasömum er bent á að hafa samband við prof@hfsu.is og kynna sér aðstöðuna betur.