Skip to content Skip to footer

Kynning á fjarnámi við HA

Kynning á fjarnámi, sem er í boði frá Háskólanum á Akureyri haustið 2010, verður hjá Háskólafélagi Suðurlands fimmtudaginn 4. mars kl. 16:30 í Glaðheimum á Selfossi. HA býður fjarnám í iðjuþjálfunarfræði, kennarafræðum (leik- og grunnskólastig), líftækni, sjávarútvegsfræði, umhverfis- og orkufræði og viðskiptafræði.

Nú í vor útskrifast nær þrjátíu nemendur úr fjarnámi Háskólans á Akureyri á Suðurlandi, þar á meðal 19 hjúkrunarfræðingar, en auk þeirra viðskiptafræðingar, grunnskólakennarar og leikskólakennarar.  Gert er ráð fyrir sérstakri útskriftarhátíð á Selfossi í þessu sambandi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.

Þá verður námsaðstaðan í Glaðheimum kynnt, en hún getur nýst fjarnemendum í hvers konar háskólanámi.  Hægt verður að taka þátt í námskynningunni í fjarfundarbúnaði á Kirkjubæjarklaustri, Vík, Hvolsvelli og Flúðum.