Skip to content Skip to footer

Aðalfundur og IPA kynning

Aðalfundur Háskólafélags Suðurlands 2012 verður haldinn á Sögusetrinu á Hvolsvelli kl. 14 fimmtudaginn 14. júní.

 

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum, um kl. 15, verður sérstök kynning á evrópska IPA verkefninu um Katla Geopark, en gert er ráð fyrir að Háskólafélag Suðurlands undirriti samning um verkefnið nú alveg á næstunni. Steingerður Hreinsdóttir, Þorsteinn Björnsson og Christopher Opancar munu kynna verkefnið og er gert ráð fyrir að kynningunni verði lokið fyrir kl. 16.