Dagana 27. og 28. ágúst sl. voru haldnir vinnufundir ásamt ársfundi Samtaka Þekkingarstra í Stéttinni á Húsavík, en fjögur ár eru nú frá stofnun samtakanna.
Starfsmenn Þekkingarnets Þingeyinga tóku vel á móti hópnum sem samanstóð af forstöðumönnum og starfsmönnum þekkingarsetra víðs vegar af landinu. Tengslamyndun í stóru samstarfi sem þessu er afar mikilvæg og þó að tæknin vinni alla jafna með okkur, er alltaf gott að setjast niður og ræða málin í sama rými. Það skapar meira flæði og meira verður úr verki.
Móttökurnar voru höfðinglegar og þökkum við kærlega fyrir samveruna á Húsavík. Í Stéttinni er frábær aðstaða fyrir alla þá sem þurfa rými til vinnu, náms eða sköpunar og hvetjum við þá sem leita að slíku að hafa samband við þau.
Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.