Framlengdur húsaleigusamningur Háskólafélags Suðurlands og Árborgar um leigu á Fjölheimum var undirritaður á dögunum. Samningurinn er til tveggja ára og samhliða honum er unnið að framtíðarsýn fyrir húsnæðið. Markmiðið er að Háskólafélagið fyrir hönd Fjölheima geti aukið við leigurými til framtíðar sem og að skoða möguleika þess að húsnæðið verði enn aðgengilegra fyrir almenning.