Nú er rétti tíminn til þess að hefja umsóknarferlið fyrir Uppbyggingarsjóð Suðurlands! Umsóknarfrekstur er til 1. október kl. 16.
Við mælum alltaf með því að þau sem ætla að sækja um styrk gefi sér allt að 6 vikur í undirbúning hvers kyns styrkumsókna. Tímaramminn fer þó vissulega eftir umfangi hvers verkefnis fyrir sig og oft taka fullmótaðar hugmyndir mun styttri tíma í umsóknarferlinu. En það er margt sem getur breyst í ferlinu sem getur haft áhrif á heildarmynd verkefnanna og þá er betra að hafa tíma til þess að bregðast við.
Byggðaþróunarfulltrúi neðri hluta Árnessýslu er staðsettur hjá okkur í Fjölheimum. Við tökum vel á móti hverjum þeim sem óskar eftir ráðgjöf og getum aðstoðað við að móta umsóknir eftir áherslum hvers og eins. Við bjóðum upp á bæði stað- og fjarráðgjöf alla virka daga en til þess að panta tíma er best að senda póst á hfsu@hfsu.is.
Reglur sjóðsins og leiðbeiningar um umsóknarferli má finna inni á heimasíðu SASS.
For the english speaking applicants: SASS