Ársreikningur Háskólafélags Suðurlands 2009 var samþykktur og undirritaður á stjórnarfundi 14. maí 2010 og kynntur á aðalfundi sama dag, ásamt skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra.
Rekstrartekjur 2009 voru 19 mkr í samanburði við 1 mkr 2008. Rekstrargjöld voru 21,4 mkr í samanburði við 7,2 mkr árið áður. Hagnaður ársins var 4,9 mkr borið saman við 2,6 mkr 2008. Handbært fé í lok ársins nam 73,5 mkr borið saman við 72,3 mkr. í lok fyrra árs.