Skip to content Skip to footer

Erindi á ársfundi SSK

Þann 30. Apríl sl. Héldu Samtök sunnlenskra kvenna ársþing sitt. Á þinginu hélt Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri HfSu erindi um Uppbyggingarsjóð Suðurlands og leiðir til þess að sækja um fjármagn í menningar- og/eða nýsköpunarverkefni. Fundurinn var vel sóttur af sunnlenskum kvenfélagskonum og urðu góðar samræður í kjölfar erindisins.

Gera má ráð fyrir að þær verði öflugar í að sækja um í sjóðinn í næstu úthlutun sem fyrirhuguð er þann 3. október 2023. 

Fyrir áhugasama má skoða erindið hér