Skip to content Skip to footer

Fjölmargir ferðamálastyrkir á Suðurland

Styrkir Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum

Ferðamálastofa hefur úthlutað styrkjum vegna úrbóta á ferðmannastöðum fyrir árið 2010 og hlaut Geopark verkefnið á Mið-Suðurlandi 2 milljónir í styrk. Geopark verkefnið er samstarfsverkefni þriggja sveitarfélaga, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps. Auk Geopark verkefnis hlutu fjölmörg önnur verkefni á svæðinu styrk.

Metár var í fjölda umsókna þetta árið en 260 umsóknir bárust en það er 18% fjölgun frá 2009 sem þá var metár. Alls hlutu 89 verkefni styrk. Heildarupphæð sem sótt var um var um 510 milljónir króna en til úthlutunar að þessu sinni voru 48 milljónir króna eða um 9,4% af heildarumsóknum.

Verkefni sem hlutu styrk á umræddu svæði voru:

Bandalag Íslenskra Farfugla: Kr. 200.000 vegna upplýsinga- og fræðsluskilta í Húsadal í Þórsmörk

Rangárþing eystra: Kr. 350.000 vegna merkinga ferðamannastaða í Rangárþingi eystra

Rangárþing eystra: Kr. 2.000.000 vegna hönnunar útsýnispalla og endurskoðunar deiliskipulags við Skógafoss

Rangárþing eystra: Kr. 500.000 vegna viðhalds göngustíga í Þórsmörk/Goðalandi

Rannveig Ólafsdóttir: Kr. 300.000 í könnun á þolmörkum umhverfis í Þórsmörk og á Goðalandi – Mat á ástandi stíga, kortlagning og tillögur um aðgerðir

Ferðafélag Íslands: Kr. 1.000.000 vegna salernishúss á Emstrum

Ferðafélag Mýrdælinga: Kr. 110.000 vegna merkingu gönguleiða á Höfðabrekkuafrétti

Mýrdalshreppur: Kr. 500.000 vegna salernisaðstöðu/gestahúss í Dyrhólaey

Ferðamálafélag Skaftárhrepps: Kr. 350.000 vegna skilta við áningarstaði í Skaftárhreppi

Ferðamálafélag Skaftárhrepps: Kr. 150.000 vegna viðhalds ferðamannastaða og gönguleiða umhverfis Kirkjubæjarklaustur

Fótspor – Félag um sögu og minjar í Skaftárhreppi: Kr. 250.000 vegna upplýsingaskiltis og lagfæringar áningarstaðar við Arnarhóla í Álftaveri

Kirkjubæjarstofa: Kr. 250.000 vegna gönguleiðakorts af nágrenni Kirkjubæjarklausturs

Sveitarfélögin Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur:  Kr. 2.000.000 í  heildarskipulag og stefnumörkun svæðisins m.t.t. sjálfbærrar ferðaþjónustu  vegna „Geopark“ á Mið-Suðurlandi