Mjög góð mæting var á kynningunni í Glaðheimum fimmtudaginn 4. mars sl., en þá mættu markaðs- og kynningarfulltrúar Háskólans á Akureyri og kynntu fjarnámið sem Háskólinn býður upp á. Um 20 manns mættu á kynninguna og fengu svör við hinum ýmsum spurningum fundarmanna. Við Háskólann á Akureyri er hægt að stunda kennaranám í fjarnámi, einnig hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, viðskiptafræði og auðlaindafræði (líftækni, sjávarútvegsfræði og umhverfis- og orkufræði). Nær þrjátíu sunnlenskir fjarnemar HA ljúka námi í vor, flestir í hjúkrunarfræði, og er stefnt að uppskeruhátíð í því sambandi á Selfossi á þjóðhátíðardaginn, 17. júní.
Innritun fyrir nám á haustönn 2010 hefst 15. mars nk. og lýkur 5. júní. Háskólafélag Suðurlands er samstarfsaðili Háskólans á Akureyri hvað varðar stuðning og þjónutu við fjarnema í héraðinu. Nánari upplýsingar má fá á www.haskolanam.is, en einnig er hægt að fá kynningarbæklinga í Glaðheimum hjá Háskólafélagi Suðurlands.