Miðvikudaginn 5. október sl stóð Hreiðrið frumkvöðlasetur fyrir hádegisfrumkvöðlahittingi #2 í Fjölheimum og í netheimum.
Að þessu sinni mættu þau Linda Rós Jóhannesdóttir, eigandi Stúdíó Sports og Guðmundur Helgi Harðarson, annar eigandi GK bakarís til þess að ræða um ferðalag sitt sem ungir fyrirtækjaeigendur og hvað fékk þau til þess að taka stökkið. Að venju gátu gestir mætt í hús, fengið sér súpu útbúna af Birtu starfsendurhæfingu og átt skemmtilegt spjall við frumkvöðlana. Netheimagestir gátu hinsvegar fylgst með útsendingunni í beinni, en jafnframt er spjallið aðgengilegt á Facebook síðu Hreiðursins.
Þriðji hádegishittingurinn verður þann 2. nóvember nk en þá kemur Sigurgeir Skapti Flosason tónlistarmaður og frumkvöðull í heimsókn til þess að segja frá því sem hann hefur verið að brasa við í tónlist sl 15 ár og nú á síðari árum, vinnu sína tengda viðburðarstjórnun.