Viðskiptahraðallinn Sóknarfæri í nýsköpun hófst mánudaginn 23. janúar þegar teymin sem valin voru hittust í fyrsta skipti í netheimum og sögðu frá sér og sínum hugmyndum. Á miðvikudaginn var svo fyrsti fræðslufundurinn sem jafnframt var á netinu. Gestur fundarins að þessu sinni var Bárður Örn Gunnarsson frá Svarta tindi sem fræddi teymin um markhópa og markaðsmál, enda eru þau flestum frumkvöðlum mjög hugleikin. Svava Björk leiðari hraðalsins, fór einnig yfir verkfærið „Business model canvas“ sem hjálpar frumkvöðlum að átta sig betur á „vörunni sinni“.
Í næstu viku verða aftur tveir fundir, annarsvegar munu teymin hitta mentora og eiga við þá spjall um verkefnin sín, og hinsvegar verður haldin vinnustofa í „raunheimum“. Nánar um það síðar..
Myndin er tekin af fyrsta fundi teymanna!