Hópur kvenna innan FKA sem kallar sig „New Icelanders“ eða nýir Íslendingar, komu og heimsóttu Háskólafélagið laugardaginn 28.september sl. og fræddust um styrkjamöguleika og umhverfi frumkvöðla. Þær fengu kynningu á Hreiðrinu og þeirri þjónustu sem hægt er að fá í FabLab Selfoss. Í fram haldi er fyrirhuguð heimsókn og vinnuferð í FabLabið þar sem þær geta komið hugmyndum sínum í fast form.
Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og hlökkum til frekara samstarfs.
