Mánudaginn 9.maí síðastliðin buðu aðstandendur þeirra aðila og eininga sem staðanda að Fjölheimum, öllum framboðum Árborgar til samtals um stöðu og framtíð þekkingarsamfélagsins Fjölheima. Nú eru 10 ár síðan Háskólafélagið og Fræðslunetið gerðu samning við sveitarfélagið Árborg um leigu á húsnæðinu með það fyrir augum að mynda hér þekkingarsamfélag og hefur margt þróast á þessum 10 árum. Það er vilji félaganna að taka upp þráðinn á þessum tímamótum og hefja samtal við sveitarfélagið og fyrirtæki á svæðinu um gildi þess að reka þekkingarsamfélag og hverjar sameiginlegar áherslur ættu að vera til framtíðar. Meðfylgjandi er áhugaverð samantekt á mörgu af því sem starfsemin í Fjölheimum snertir á og möguleikunum sem búa í framtíðinni.