Héraðsnefnd Árnesinga hefur frá upphafi verðið einn stærsti styrktar- og stuðningaðili FabLab smiðjunnar á Selfossi með samningi sem gerður var við stofnun smiðjunnar 2017.
Nýlega var sá samningur endurnýjaður til fimm ára og er það gríðarlega mikilvægt fyrir áframhaldandi rekstur smiðjunnar. Styrkur Héraðsnefndar gerir grunnskólum í Árnessýslu kleift að koma á skólatíma og vinna verkefni í smiðjunni undir handleiðslu smiðjustjóra, auk þess sem kennarar grunnskólanna fá kennslu á tæki, tól og forrit smiðjunnar til þess að undirbúa nemendur fyrir heimsóknir.
Á myndinni eru Helgi Kjartansson oddviti Bláskógarbyggðar og formaður Héraðsnefndar Árnesinga og Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri HfSu og rekstraraðili FabLab smiðjunnar, að skrifa undir samninginn.
Nánar má kynna sér FabLab Selfoss hér