Fréttir

Hnattræn tækifæri í ferðaþjónustu – fyrirlestur í Fjölheimum

Miðvikudaginn 12.október næstkomandi mun Einar Bárðarson rekstrarstjóri Reykjavík Excursions koma í Fjölheima og tala um hnattræn tækifæri í ferðaþjónustu.

Fyrirlesturinn er partur af kúrsi nemenda í Ferðamálabrú Háskólafélags Suðurlands en er jafnframt opinn almenningi.

Einar er fyrrum forstöðumaður Höfuðborgarstofu sem er markaðstofa Reykjavíkur og stóð fyrir mikilli rannsókn á ferðavenjum gesta sem koma til Reykjavíkur allstaðar að úr heimunum. Einar er í dag rekstrarstjóri Reykjavík Excursions sem er eitt stærsta ferðaþjónustu fyrirtæki landsins og rekur stærsta hópferðabílaflota landsins. Þess utan er Einar fyrrverandi nemandi FSu og Sunnlendingur í hjarta. Einar ætlar að stikkla á stóru um stöðu ferðaþjónustunnar í dag og velta fyrir sér tækifærunum sem leynast undir hverjum steini á Suðurlandi.

Fyrirlesturinn hefst kl.13 í stofu 205 í Fjölheimum.
Hlökkum til að sjá ykkur!