Það er ryk í augum flestra hér í Fjölheimum, nú þegar Ingunn Jónsdóttir fráfarandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands hefur kvatt okkur og flutt sig yfir til Sambands sunnlenskra sveitarfélaga.
Ingunn var valin úr hópi 31 umsækjenda og hefur nú þegar hafið störf. Nýr framkvæmdastjóri Háskólafélagsins mun taka við í sumar en ráðningarferlinu er að ljúka. Við munum að sjálfsögðu upplýsa um það hver tekur við keflinu þegar það liggur fyrir.
Þó svo að Ingunn sé flogin á vit nýrra ævintýra hjá SASS, þá er öruggt að samstarfsfletir munu skarast heilmikið og hlökkum við til að halda áfram að starfa með Ingunni á nýjum vettvangi.
Starfsfólk HfSu sendir góðar kveðjur og ljúfan byr í seglin henni til heilla.