Þann 16. mars s.l. lauk viðskiptahraðlinum Sóknarfæri í nýsköpun með veglegum lokadegi þar sem þátttökuteymin kynntu verkefnin sín fyrir fullu húsi áhugasamra áheyrenda úr stuðningsneti frumkvöðla og nýsköpunar á Suðurlandi líkt og áður hefur komið fram.
Verkefni teymanna voru af ólíkum toga og skala en áttu það öll sameiginlegt að hafa þörf fyrir að nýta sér það sem viðskiptahraðall hefur upp á að bjóða.
Fyrir áhugasama má sjá upptökur af kynningunum með því að smella á myndirnar.