Skip to content Skip to footer

Málþing um rannsóknir og vígsla Glaðheima

Föstudaginn 25. september 2009 verður merkisdagur í sögu Háskólafélagsins.  Þá stendur það fyrir málþingi um rannsóknir á Suðurlandi í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands og í kjölfarið verður nýja háskólasetrið í Glaðheimum formlega tekið í notkun.  Dagskráin verður sem hér segir:

 

Málþing Háskólafélags Suðurlands um rannsóknir á Suðurlandi föstudaginn 25. september 2009 í Fjölbrautaskóla Suðurlands

Fundarstjóri Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

14:00               Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur

14:10               Vísinda- og rannsóknastarf í íþróttum og heilsu á Íslandi

Dr. Erlingur Jóhannsson deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands, Laugarvatni

14:30               Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði: háskólastofnun á landsbyggðinni

Dr. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, Selfossi

14:50               Gunnarsholt: Miðstöð rannsókna í uppgræðslu, frærækt og uppbyggingu vistkerfa

Dr. Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti

15:10               Árangursmælingar verkjameðferðar á HNLFÍ

Sigrún Vala Björnsdóttir bæklunarsjúkraþjálfari við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, lektor og doktorsnemi í HÍ og styrkþegi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Fræðslunets Suðurlands 2007/2008

15:30               Háskólasetur Suðurlands: Landnotkunarsetur Háskóla Íslands

Dr. Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands, Selfossi og Gunnarsholti

15:50               Málþingsslit

Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands

16:10               Vígsla Glaðheima – húsnæðis Háskólafélags Suðurlands, Háskólaseturs Suðurlands og Fræðslunets Suðurlands

                                Tónlist og léttar veitingar

Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi.

Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags.

Málþingið er öllum opið en sveitarstjórnarmenn, vísindamenn og aðrir áhugamenn um vísindi og rannsóknir á Suðurlandi eru sérstaklega hvattir til að sækja þingið.