Fjölmenningarhátíðin Multi Cultural Festival heppnaðist vel.
Sunnudaginn 3. nóvember síðast liðinn var haldin fjölmenningarhátíð í Aratungu í Reykholti sem ber yfirskriftina „Multi Cultural Festival“.
Hátíðin hafði það að markmiði að kynna öll þau þjóðarbrot sem búa og starfa í Uppsveitum Árnessýslu. Á hátíðinni mátti sjá einstaklinga og fjölskyldur kynna land sitt og þjóð með ýmist handverki, mat og drykk eða tónlist. Þá voru einnig á svæðinu félagasamtök og fyrirtæki sem kynntu fyrir gestum og gangandi starfsemi sína.
Háskólafélag Suðurlands lét sig ekki vanta og kynntu stöllurnar Ingunn Jónsdóttir og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir starfsemina á hátíðinni og dreifðu bæklingi um Atvinnubrú sem hefur verið áhersluverkefni ársins í samstarfi við Sóknaráætlun Suðurlands.
Það má með sanni segja að mikið líf og fjör var í Aratungu og hlökkum við til að taka þátt í næstu fjölmenningarhátíð og kynna Háskólafélag Suðurlands fyrir enn fleiri þjóðarbrotum.
Þeir sem vilja kynna sér betur starfsemi Háskólafélags Suðurlands geta smellt hér.