Skip to content Skip to footer

Spennandi störf!

Katla jarðvangur leitar að tveimur öflugum starfsmönnum í tímabundin verkefni (sumarstörf). Verkefnin sem um ræðir tengjast umsókn jarðvangsins um aðild að European Geoparks Network. Ýmsir verkþættir koma til greina;  söfnun jarðfræðiupplýsinga, öryggisúttekt á ferðamannastöðum, vinna við markaðssamskiptaáætlun jarðvangsins og/eða vinnslu námsefnis í tengslum við jarðvanginn.

Gerðar eru kröfur um hæfni sem nýtist í starfi, frumkvæði, metnað og áhuga á íslenskri náttúru.

Nauðsynlegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 26. júní 2011. Fyrirspurnir og umsóknir berist til Háskólafélags Suðurlands, hfsu@hfsu.is.  Einnig veita þau Sigurður Sigursveinsson (s. 897-2814, sigurdur@hfsu.is) og Steingerður Hreinsdóttir (s. 848-6385, steingerdur@sudur.is) nánari upplýsingar.

Jarðvangurinn Katla nær yfir sveitarfélögin Rangárþing eystra, Skaftárhrepp og Mýrdalshrepp og er nú í umsóknarferli að  European Geoparks Network (EGN). Markmiðið með stofnun jarðvangsins er að koma jarðminjum svæðisins á framfæri, vernda þær og stuðla að sjálfbærri efnahagslegri þróun innan hans með því m. a. að þróa ferðamennsku á sviði jarð- og náttúrufræða (geotourism). Sjá nánar á www.katlageopark.is.