Berglind hóf störf hjá félaginu 21. ágúst 2023. Hún er jarðfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands (B.Sc., 2013) og skrifaði lokaverkefni sitt um Þingvallavatn og jökulhörfun í Grafningi.
Hún er um þessar mundir að ljúka viðbótardiplómu á meistarastigi í Umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands. Berglind hefur lengi unnið við ferðamál og sjálfbæra þróun svæða er tengist náttúru- og menningarminjum með áherslu á samfélagsdrifna byggðaþróun.
Berglind er í leyfi.
Berglind flutti á Suðurlandið 2018 en hefur síðan 2020 búið í Ölfusi og finnst hvergi betra að vera vegna þeirra tækifæra sem svæðið hefur upp á að bjóða, hvort sem litið er til nálægðar við stórbrotnar náttúru, menningar, fjölskrúðugs lífríkis, og drift samfélagsins!