Margrét var að láta að störfum sem deildarstjóri fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða og er núna staðarhaldari á Hrafnseyri við Arnarfjörð
Nafn: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
Aldur: 51 árs
Uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi: Arnarfjörður, ekki spurning. Svo finnst mér yndislegt að vera uppi á Sandafelli í Dýrafirði.
Hver sér um eldamennskuna á þínu heimili? Ég sé eingöngu um eldamennsku stundum krakkarnir þegar þau voru unglingar en eftir að við urðum bara tvö í kotinu er það ég.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði mér að vera fornleifafræðingur frá mjög ungum aldri, skoðaði bara bækur frá Pompeii þegar ég var ólæst barn. Um 8 ára vissi ég hvað fornleifafræðingur var og ákvað um leið að þetta ætlaði ég mér að verða.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu? Keltar á Íslandi
Hvað á að gera um helgina? Fara á Snæfellsnes að heimsækja vinkonu mína og undirbúa fyrirlestur sem ég held á mánudaginn í Eddu.
Áttu gæludýr? Við eigum 13 ára golden retriver sem heitir Albert og kisu sem heitir Hekla en er bara kölluð kisa
Kaffi eða te? Aldrei kaffi, ég get drukkið te í neyð
Hver er þín helsta líkamsrækt? Vinnan mín, ekkert reynir meira á en góð fornleifaskráning
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað/smakkað? Kolkrabbi, en bara einn bita
Sumar, vetur, vor eða haust? Vorið er yndislegt en sumarið er dásemdin ein
Áttu þér uppáhalds vorfugl? Hrossagauk
Hver er uppháhalds sundlaugin (eða baðlónið) á landinu? Sundlaugin í Hveragerði
Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum, hvert myndirðu fara? Ítalíu, ég veit ekki af hverju ég er haldin ofurást á því landi.
Hvernig stuðlar þú að betri umgengni við umhverfið? Ég reyni að vera duglega að flokka.

Myndir: Úr einkasafni MH.
Hvaða heilræði viltu gefa háskólanemum sem eru í námi núna? Aðeins læra það sem þú hefur áhuga á, ekki það sem aðrir vilja að þú lærir eða læra eitthvað bara fyrir betri laun. Alls ekki fresta því að skrifa MA ritgerð
Hver er tenging rannsóknar þinnar við Suðurland? Ég hef gert margar rannsóknir á Suðurlandi, stærst þeirra er rannsókn á byggingu frá landnámsöld sem er í landi Kots á Rangárvöllum.
Hvers vegna valdir þú þetta rannsóknarefni? Þetta er fyrsta rannsóknin sem ég gerði eftir að ég lauk námi og það var eiginlega tilviljun. Ég var að skrá fornleifar fyrir Landgræðsluna og var beðin um að skoða rúst í landi Kots sem Landgræðslan á. Ég fékk strax mjög sterka tilfinningu fyrir því að þetta væri eitthvað mjög athyglisvert sem reyndist vera rétt
Hvað fannst þér skemmtilegast við rannsóknarvinnuna? Fornleifauppgröftur er ólýsanlega skemmtileg. Það er stöðugt eitthvað nýtt sem kemur í ljós. Það er fátt skemmtilegra en að grafa upp byggingar, Í Koti var mikið af gjósku úr eldgosum Heklu sem veittu ýmiskonar upplýsingar um þær hamfarir sem fólk var fyrir frá eldgosum og nálægð við Heklu. Þarna fóru í einni rannsókn saman fagið mitt fornleifafræði og áhugamálið mitt sem eru eldgos. Þó mörg ár séu liðin síðan rannsókn lauk er ég í ár að vinna úr niðurstöðum rannsóknarinnar sem er mjög spennandi vinna.
Segðu okkar frá rannsókninni og niðurstöðum hennar í stuttu máli:
Rannsóknin var á rúst sem stóð við hraunröd á hrauni sem kallast Bæjarhraun og er forsögulegt hraun frá Heklu. Ílöng rúst sást á yfirborði og í boga utan um rústina að hraunröndinni sást túngarður. Við rannsókn kom í ljós hús með eldstæði og svörtum gólfum sem þýðir að fólk hafðist þar við. Göng tengdu saman tvö rými og virðist annað hafa verið fyrir dýr. Líklega er um að ræða sel frá landnámsöld og líklega kúa sel. Húsið var fullt af gjósku frá Heklugosinu 1510 en þar mátti líka finna gjósku frá Heklu 1300 og 1341 og líklega 1206 sem öll virðast hafa fallið eftir að húsið var orðið að rúst. Landnáms gjóska fannst svo rétt undir veggjum hússins og í torfi í túngarðinum. Húsið er stórmerkilegt en líka rétt sem var utan við bygginguna, túngarðurinn og holur sem voru við uppþornaðan árfarveg sem virðast hafa verið brunnar. Líklegasta skýring á því að hætt var að nota selið svo snemma var að í einhverju að Heklugosunum hefur áin sem þarna rann horfið, fyrst hafa menn reynt að grafa brunna og safna vatni í þá en svo hefur rennslið alveg hætt og þar sem grundvöllur fyrir því að nota selið.
