Upptaka af fyrirlestri númer tvö í fyrirlestrarröðinni „Forvitnir frumkvöðlar“ er nú fáanleg.
Þórunn hefur á ferli sínum skrifað hundruð umsókna og þekkir því vel hversu flókið það getur verið að semja góða umsókn.
Í fyrirlestrinum deildi hún reynslu sinni af því hvað styrkumsóknir eiga sameiginlegt, óháð því hvar er sótt um, og hvað hefur reynst best til árangurs hingað til.
Að hennar mati er mikilvægt að undirbúa sig vel: kynna sér úthlutunarreglur, skoða hverjir hafa fengið styrki áður, athuga hverjir sitja í fagráði og yfirfara matsblöð sjóðsins til að átta sig á því hverju er verið að leita eftir
![](https://hfsu.is/wp-content/uploads/2025/02/Uppbyggingarsj.vor25-225x300.png)
Lykilþættir góðrar umsóknar eru skýr afmörkun verkefnis með skýrt upphaf og endi. Jafnframt þarf að huga að því hvað fellur ekki undir styrkhæfi, þar sem umsóknum er strax hafnað ef sótt er um fyrir óstyrkhæft verkefni. Í slíkum tilfellum fær umsækjandi ekki matsblað, en slíkt blað getur verið afar gagnlegt fyrir áframhaldandi umsóknir og þróun verkefnisins.
Að lokum lagði Þórunn áherslu á mikilvægi þess að setja upp styrkjastefnu með skýrri framtíðarsýn, tilgangi og markmiðum. Í henni þarf jafnframt að greina fjárhagslega þörf og útbúa aðgerðaráætlun.
Fyrirlesturinn var vel sóttur og endaði á fjörugum umræðum, þar sem Þórunn svaraði öllum spurningum af mikilli skýrleika.
Við viljum vekja athuga á því að það er mikilvægt að skoða skilmála allra uppbyggingasjóðanna vel, þar sem það geta verið mismunandi reglur á milli landshluta.
Smelltu hér til að nálgast upptöku af fyrirlestrinum.
Næsti fyrirlestur verður haldinn 4. mars kl. 12 og fjallar um notkun gervigreindar við umsóknarskrif.