Háskólafélag Suðurlands er einkahlutafélag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Lesa má um tildrög að stofnun félagsins hér .

Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags.

Vinna hefur þegar hafist í uppbyggingu rannsóknaklasa þar sem að koma helstu menntastofnanir á háskólastigi á Suðurlandi ásamt fjölda fyrirtækja og stofnanna. Þá hefur einnig hafist vinna við fyrsta átaksverkefni háskólafélagsins á þeim hluta Suðurlands þar sem háskólastarfsemi er með hvað minnstu móti eða á svæðinu frá Skógum til Kirkjubæjarklausturs.

Háskólafélags Suðurlands vill vera þátttakandi í umfjöllun og þróun iðnaðarráðuneytis á þekkingarsetrum á landsbyggðinni enda væri þekkingarsetur á Suðurlandi tvímælalaust liður í byggðaþróun svæðisins og mun skipta sköpum fyrir samfélagið í heild. Samlegðaráhrif háskólastarfsemi, rannsókna og þróunar, frumkvöðlastuðnings og starfsemi sprotafyrirtækja í þekkingarsetrum eru ótvíræð og nú þegar hefur Háskólafélagið tekið þátt í að byggja upp slíkan klasa.

Háskólafélag Suðurlands, getur verið hornsteinn að þekkingarsetri Suðurlands.

  • Stjórn Háskólafélags Suðurlands skipa eftirfarandi:
  • Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar HfSu .
  • Örlygur Karlsson varaformaður stjórnar HfSu.
  • Helga Þorbergsdóttir ritari stjórnar HfSu.
  • Sveinn Aðalsteinsson stjórnarmaður HfSu.
  • Elín Björg Jónsdóttir stjórnarmaður HfSu.
  • Rögnvaldur Ólafsson stjórnarmaður HfSu
  • Ágúst Sigurðsson stjórnarmaður HfSu

Þekkingarvarðveisla

Miðlun og kynning á námsleiðum

Uppbygging aðstöðu um allt starfssvæðið

Þjónustumiðlun til samfélagsins

Byggja upp þjónustu og ráðgjöf við aðila er stunda rannsóknir á svæðinu og vinna náið með þeim þekkingarsetrum/klösum sem til staðar eru

vinna að uppbyggingu símenntunar í samstarfi við íbúa, fyrirtæki og stofnanir.

Rannsóknaklasi

Markmið klasans er að byggja upp þekkingu á sviði landnýtingar og fræðasviðum skipulags þar sem búsetugæði, lýðheilsa og nýsköpun á Suðurlandi eru höfð að leiðarljósi

Með því að draga saman heildaryfirlit yfir þekkingu á sviði landnýtingar og skipulags getur klasinn;
a) samhæft áætlanir og skipulag
b) greint áherslusvið í framtíðar rannsóknum,
c) samhæft rannsóknaráherslur og gert rannsóknarstarf markvissara,
d) aukið yfirsýn sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga yfir auðlindir og möguleika á svæðinu,
e) stóraukið möguleika fyrir nýsköpun og sprotafyrirtæki og
f) lagt grunn fyrir öflugar rannsóknir, með skýrum markmiðum, á komandi áratugum.

Átaksverkefni 1 til 12 mánaða

Markmið átaksverkefna er að kortleggja og byggja upp möguleikana á uppbyggingu háskólatengdrar starfsemi á svæðum þar sem slíka starfsemi vantar eða er ábótavant
Fyrsta átaksverkefnið hefur verið samþykkt og hefst á vordögum og mun vinna að eftirfarandi.
Í eystri hluta Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu hefur ekki tekist að koma upp háskólatengdri starfsemi ef frá er talin Kirkjubæjarstofa þar sem slík starfsemi hefur verið í einhverjum mæli.

Eldfjöll og eldgos, Laki, Eldgjá, Katla, áhrif á land og lýð (lýðheilsu) – náttúruvá, upplifun íbúa. Úrvinnsla Kötluvikurs. Strandrof á Íslandi. Hlýnun jarðar, bráðnun jökla. Sjófuglar. Gróðurfar. Landnotkun og lýðheilsa, gönguleiðir. Fjölgun ferðamanna. Sjálfbær þróun og nýting . Dyrhólaey. Þakgil

Á Skógum verði komið upp háskólatengdri starfsemi á svið þjóðfræða í beinum tengslum við Byggðasafnið þar er nú þegar merk safnastarfsemi í gangi og efld háskólatenging mun nýtast nemum á sviðum þjóðfræða og sögu sérstaklega vel. Undirbúningur fyrir það að Minjavörður Suðurlands verði staðsettur á Skógum

Kennsla og miðlun kennslu á háskólastigi í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands og framhaldsskóla svæðisins

Háskólakennsla – fjarkennsla
Háskólafélagið sjái um uppbyggingu námsleiða á háskólastigi í tengslum við framhaldsskólana á svæðinu
Framhaldsskólar hafa nú möguleika á viðbótanámi við hefðbundin námslok og hefur HFSU hug á að beita sér í því að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Það verður áfram lögð áhersla á að nýta styrkleika svæðisins þegar farið er í að þróa nám og m.a horft á möguleika á:
Iðnfræði og Byggingafræði í samvinnu við innlenda og erlenda háskóla

Fyrsta átaksverkefnið sem HfSu beitii sér fyrir heitir Net þekkingar frá Markarfljóti að Skeiðarársandi. Verkefnið miðaði að því að undirbúa uppbyggingu háskólatengdrar starfsemi í Skógum og Vík og að renna fleiri stoðum undir starfsemi Kirkjubæjarstofu. Gert var ráð fyrir að við lok verkefnisins lægju fyrir rökstuddar áætlanir um rannsókna- og þróunarstarfsemi á sviðum þjóðfræða, eldvirkni og nýrra lífrænna orkugjafa sem gætu nýst á innlendum sem erlendum vettvangi. Tilgangurinn var að auka fjölbreytni í atvinnulífi á eystri hluta Suðurlands, styrkja grunnrannsóknir, efla ferðaþjónustu tengda vísindum og menningu, auka möguleika og fjölbreytni til menntunar á grunn- og framhaldsstigi háskólanáms og miðla upplýsingum til erlendra sem innlendra samstarfsaðila.

Með því að leggja áherslu á þessi ólíku svið sem eru einkennandi styrkleikar svæðisins myndast sterkt þverfaglegt rannsóknarnet sem býður upp á atvinnu- og rannsóknartækifæri á svæðinu. Með þekkingarstarfssemi af þessu tagi skapast grundvöllur fyrir fjölbreyttara atvinnulífi og hærra menntunarstigi sem getur haft jákvæð áhrif á grunngerð samfélagsins.

Svæðið á milli Markarfljóts og Skeiðarársands á undir höggi að sækja en þar hefur mikil fólksfækkun verið undanfarin ár. Markmið verkefnisins var að búa til tækifæri og skapa vettvang fyrir menntað fólk til að vinna í héraði. Kostur þess að vera með þessi þrjú svið var að ýta undir þverfagleg rannsóknartækifæri og nýta betur þá styrkleika sem svæðið hefur upp á bjóða. Verkefninu var ætlað að stuðla að uppbyggingu háskólatengdrar starfsemi á eystri hluta Suðurlands, eflingu grunnrannsókna, auknum möguleikum íbúa til háskólanáms, eflingu ferðaþjónustu, miðlunar upplýsinga og fjölbreyttara atvinnulífi á svæðinu. Til að ná markmiðum verkefnisins var unnið að ýmsum verkefnum en þar má helst nefna undirbúning stofnunar þjóðháttaseturs í Skógum, eldfjallaseturs í Vestur-Skaftafellssýslu með starfsstöðvum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri og setur lífrænna orkugjafa í Skógum. Stofnun þessara setra myndi auka möguleika til ýmissa rannsókna og þróunar á þessum sviðum. Þar væri einnig í boði aðstaða til vettvangsnáms fyrir nemendur í grunn- og framhaldsnámi við háskóla hér á landi sem og erlendis en með því er hægt að efla svæðisbundna sérþekkingu. Setur þessi myndu vera ákjósanleg viðbót við atvinnulíf svæðisins og auka möguleika fólks með sérmenntun að snúa aftur í heimabyggð. Þá mun vera leitast við að bæta aðstöðu og efla möguleika íbúa til fjarnáms. Einnig eru uppi ýmsar hugmyndir að smærri verkefnum sem gætu tengst starfsemi setranna.

Háskólafélagið hefur verið leiðandi í stofnun rannsóknarklasa með þátttöku Reykja í Ölfusi og Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á sama stað, Rannsóknarmiðstöð HÍ í jarðskjálftaverkfræði HÍ á Selfossi, Kennaraháskóla Íslands á Laugarvatni, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.

Síðar er áformað að fyrirtæki og minni rannsóknarstofnanir taki þátt í klasanum auk þess sem lögð verður áhersla á að styðja við bakið á sprotafyrirtækjum á þessu sviði. Í ljósi jarðskjálftanna í byrjun sumar verður lögð sérstök áherslu á mikilvægi þess að þróa þekkingu á náttúruvá og lýðheilsu.

Styrking grunnnáms á háskólastigi og bætt aðstaða til fjarnáms

Háskólafélagið hefur auk fyrrgreindra verkefna verið í sambandi við Fræðslunet Suðurlands um mikilvæga samvinnu og/eða samþættingu Fræðslunetsins og Háskólafélagsins. Þar verði m.a. lögð áhersla á að styrkja almennt grunnnám á háskólastigi og bæta aðstöðu til fjarnáms í fjórðungnum, í tengslum við þau fræðasetur sem þegar eru á svæðinu, ásamt því að opna möguleika á fjölbreyttara háskólanámi í fjórðungnum m.a. í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem lögð væri áhersla á starfstengt háskólanám (t.d. iðnfræði) og annað háskólanám sem hentar vel á svæðinu (sbr. 20 gr. nýrra framhaldsskólalaga.).

Háskólafélag Suðurlands stefnir að því að vinna sér þann sess í huga vísindamanna, almennings og atvinnulífs á næstu fimm árum að vera framúrskarandi net sérhæfðar þekkingarþróunar og rannsóknastarfsemi á náttúru, lífríki, mannlífi, atvinnu og menningu á Suðurlandi. Háskólafélagið vill efla háskólamenntun, rannsóknir og nýsköpun á Suðurlandi og ætlar að vera eftirsóknarverður kostur fyrir Sunnlendinga og aðra þegar kemur að því að velja vettvang háskólanáms eða rannsókna- og þróunarstarfa.

Þrátt fyrir að vera „miðstöð“ þá stefnir HfSu að því að vera með dreifða starfsemi eða net sem nær um allt Suðurland og nýta kosti og möguleika upplýsingatækninnar í því skyni að byggja upp lífvænlegt þekkingarsamfélag á Suðurlandi öllu.

Innan Háskólafélags Suðurlands rúmast starfsemi helstu háskóla- og rannsóknastofnana í landinu auk annarra stofnana og fyrirtækja sem starfa á sviði rannsókna og þekkingarþróunar og sækja efnivið sinn í náttúru, lífríki, mannlíf og menningu á Suðurlandi. Stefnt er að því að samfara neti viðamikillar háskóla- og rannsóknastarfsemi nýtist aukin þekking til nýsköpunar og fjölbreytni í atvinnulífinu á Suðurlandi. Jafnframt verður lögð áhersla á að fjölga rannsóknastofnunum, menntastofnunum og þjónustufyrirtækjum innan vébanda Háskólafélagsins sem falla að stefnu þess.

Málþing um rannsóknir á Suðurlandi 25. september 2009

Málþingið var mjög vel sótt og þótti takast einkar vel. Katrín Jakbobsdóttir menntamálaráðherra flutti ávarp við setningu þingsins og Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands stýrði samkomunni. Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskólafélagsins sleit málþinginu og lagði áherslu á vilja félagsins til að vera virkur þátttakandi í því öfluga rannsóknarsamfélaginu á Suðurlandi sem fyrirlestrarnir báru vitni um.

Hægt er að skoður glærur fyrirlesaranna með því að smella á Glærur hér fyrir neðan.

Ávarp menntamálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur – Glærur

Vísinda- og rannsóknastarf í íþróttum og heilsu á Íslandi Dr. Erlingur Jóhannsson deildarforseti íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeildar Háskóla Íslands, Laugarvatni – Glærur

Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði: háskólastofnun á landsbyggðinni Dr. Ragnar Sigbjörnsson forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði, Selfossi – Glærur

Gunnarsholt: Miðstöð rannsókna í uppgræðslu, frærækt og uppbyggingu vistkerfa Dr. Anna María Ágústsdóttir sérfræðingur við Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti – Glærur

Árangursmælingar verkjameðferðar á HNLFÍ Sigrún Vala Björnsdóttir bæklunarsjúkraþjálfari við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, lektor og doktorsnemi í HÍ og styrkþegi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Fræðslunets Suðurlands 2007/2008 – Glærur

Háskólasetur Suðurlands: Landnotkunarsetur Háskóla Íslands Dr. Tómas Grétar Gunnarsson forstöðumaður Háskólaseturs Suðurlands, Selfossi og Gunnarsholti – Glærur

Málþingsslit Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands

I am text block. Click edit button to change this text. Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.