9. desember 2011 var undirritaður þriggja ára samningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Háskólafélags Suðurlands um starfrækslu þekkingarnets á Suðurlandi. Meiri áhersla er nú lögð á það en áður að gera formlega samninga um þau margvíslegu verkefni sem njóta styrks á fjárlögum ríkisins. Nýja samninginn má sjá hér .
Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Sigursveinsson skrifa undir samninginn
Við sama tækifæri voru undirritaðir samningar við Háskólasetur Vestfjarða og Þekkingarsetur Vestmannaeyja. Auk Katrínar og Sigurðar eru á myndinni þau Steingerður Hreinsdóttir formaður stjórnar Háskólafélags Suðurlands, Halldór Halldórsson formaður stjórnar Háskólaseturs Vestfjarða og Arnar Sigmundsson varaformaður stjórnar Þekkingarseturs Vestmannaeyja.