Atvinnubrú undir stjórn Háskólafélags Suðurlands í samstarfi við Sóknaráætlun Suðurlands, býður upp á rafrænar kynningar á miðvikudögum í haust.
Tvo miðvikudaga í mánuði, í október, nóvember og desember verða rafrænar kynningar á Teams og höfum við fengið til liðs við okkur frábæra samstarfsaðila. Markmiðið með kynningunum er að fá að kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana sem hafa með einum eða öðrum hætti áhrif á sunnlenska háskólanemendur.
Kynningarnar miða að því að bjóða til rafrænna heimsókna þar sem gestum gefst kostur á að spyrja spurninga, fræðast og ræða saman um heima og geima. Í október fáum við kynningu frá Háskóla Íslands en Tengslatorg HÍ hefur vaxið og dafnað síðustu ár. Auk þess fáum við kynningu frá Sigríði Ólafsdóttir framkvæmdastjóra og eiganda Mögnum sem er tiltölulega nýtt fyrirtæki hér á Suðurlandi en hefur starfað á Akureyri um árabil.
Hægt er að skrá sig á kynningu Tengslatorgsins með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:
9. október – Tengslatorg Háskóla Íslands
Kynning á Mögnum verður 23. október kl. 12 en hún verður kynnt og skráningarform auglýst þegar nær dregur. Fylgist endilega okkur hér en við hvetjum öll sem hafa áhuga að skrá sig og taka þátt. Hver kynning tekur ekki meira 30 mínútur.
Langar þig að kynna fyrirtækið þitt? Hafðu þá samband og við tökum vel á móti þér.
Allar nánari upplýsingar veitir Helga Kristín verkefnastjóri í tölvupósti: helga@hfsu.is.