Í lok maí sl. fór átta manna hópur á vegum Háskólafélagsins í vikuferð til smábæjarins Arouca í Portúgal. Um var að ræða hluta af Erasmus+ verkefni sem Háskólafélagið tekur þátt í um Geo educaton (jarðmenntun). Einnig tóku þátt jafnstórir hópar frá samstarfsaðilum í Póllandi og Króatíu. Dagskrá heimsóknarinnar var mjög áhugaverð; heimsóknir í skóla, jarðfræðilega áfangastaði (jarðvætti) og fleiri áhugaverða staði. Pólski samstarfsaðilinn, ADRIMAG, er að ýmsu leyti sambærilegt Háskólafélaginu og Atvinnuþróunarfélaginu, en auk þess er Arouca Geopark virkur þáttakandi í verkefninu.