Skip to content Skip to footer

17. fundur

17. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 23.01.09 kl.16 Að Austurvegi 56 Selfossi

 

 

Mætt; Helga Þorbergsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Örlygur Karlsson og Ágúst Sigurðsson

Forföll boðuðu Elín Björg Jónsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.

    1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt og undirrituð

 

 

    1. Hlutafjáraukning

 

Lagt er fram yfirlit frá endurskoðanda félagsins um hluthafa og hlutafjáreign þeirra í árslok 2008. Þar kemur fram að hluthafar hafa frá stofnun félagsins lagt fram hlutafé, til viðbótar stofnfjarframlagi sínu. Viðbótarframlag hluthafa nemur samtals kr. 4.440.000,-

 

 

Í samþykktum félagsins er stjórn þess heimilað er auka hlutafé félagsins í allt að kr. 200. milljónir með áskrift nýrra hluta.

 

Stjórn félagsins samþykkir að auka hlutafé félagsins um kr. 4.440.000,- að nafnverði. Um er að ræða nýtt hlutafé og ákveðst gengi þess 1,0. Hið aukna hlutafé hefur allt verið greitt.

 

 

Hluthafaskrá hefur verið færð í samræmi við framangreinda hlutafjáraukningu er hún þannig:

 

Nafn                                                    Kennitala                    Hlutfjáreign    Eignarhlutur

 

 

Ásahreppur ……………………………..     430469-0339               1.181.236        1,70%

 

Bláskógabyggð ………………………..     510602-4120               3.556.840        5,11%

 

Flóahreppur …………………………….     600606-1310               1.369.855        1,97%

 

Grímsnes og Grafningshreppur ….      590698-2109               2.140.481        3,08%

 

Hrunamannahreppur …………………     640169-2309               2.458.590        3,53%

 

Hveragerðisbær ………………………..     650169-4849               6.904.300        9,92%

 

Mýrdalshreppur ………………………..    461283-0399               2.255.194        3,24%

 

Rangárþing eystra ……………………….. 470602-2440               5.930.193        8,52%

 

Rangárþing ytra ………………………….. 520602-3050               5.881.791        8,45%

 

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga ….  480775-0159                  150.000        0,22%

 

Skaftárhreppur ……………………………. 480690-2069               1.978.533        2,84%

 

Skeiða og Gnúpverjahreppur ………… 540602-4410              2.671.088        3,84%

 

Sveitarfélagið Árborg …………………..  650598-2029             25.666.650      36,88%

 

Sveitarfélagið Ölfus …………………….. 420369-7009               7.445.749      10,70%

 

69.590.500      100,00%

 

 

 

Lögmanni félagsins er falið að tilkynna fyrirtækjaskrá um framangreinda hlutafjáraukningu.

 

 

    1. Steingerður gerði grein fyrir húsnæðis og starfsmannamálum

 

Húsnæði fyrir starfsemi Háskólafélagsins í Glaðheimum v. Tryggvagötu Selfossi verður tilbúið fyrir 1. mars. Háskólafélagið deilir húsinu með Fræðsluneti Suðurlands og Rannsóknar-og fræðasetri Háskóla Íslands í landnýtingu. Sigurður Sigursveinsson kemur til starfa sem framkvæmdastjóri Háskólafélagsins þann 15. apríl n.k. Fram að þeim tíma mun hann sinna einstökum verkefnum fyrir félagið.

    1. Kynning til aðildarsveitarfélaganna.

 

Á síðasta fundi var samþykkt að kynna starfsemi HfSu fyrir sveitarstjórnum á starfssvæði félagsins. Samþykkt að fela verðandi framkvæmdastjóra að undirbúa þessa kynningu á útmánuðum.

    1. Önnur mál

 

Minnisblað frá Sveini Aðalsteinssyni vegna rannsóknarklasa 3L lagt fram til kynningar. Stjórn samþykkir að fela Steingerði að koma á fundi stjórnar Háskólafélagsins og verðandi framkvæmdastjóra með þeim aðilum sem hlut áttu að 3L klasanum og kalla að því borði fleiri aðila sem áhuga og hag gætu haft af að tengjast verkefninu. Fundurinn verði haldinn fyrir lok febrúar.

Rögnvaldur gerði grein fyrir vinnu sem fram hefur farið á vegum átaksverkefnis á eystri hluta Suðuðurlands.

 

Fundi slitið kl 17:30