25. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 14. maí 2010 í Glaðheimum, Selfossi.
Mætt: Elín Björg, Rögnvaldur, Sveinn (fundarritari í forföllum ritara) og Örlygur (varaformaður). Ennfremur sat Sigurður framkvæmdastjóri fundinn. Boðuð forföll: Helga, Ágúst, Steingerður.
1. Varaformaður setti fund í forföllum formanns. Breytt dagskrá fundar samþykkt.
2. Fundargerð 24. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
3. Ársreikningur félagsins. Einar Sveinbjörnsson frá KPMG Selfossi fór yfir ársreikning félagsins og skýrði helstu stærðir. Að lokinni umræðu var ársreikningur félagsins samþykktur og undirritaður.
4. Skýrsla stjórnar. Framkvæmdastjóri fór yfir skýrslu stjórnar og var hún samþykkt.
5. Stefnumörkun og fjárhagsrammi HfSu. Framkvæmdastjóri fór lauslega yfir áherslur, sérstöðu og stefnumörkun félagsins í framhaldi af skýrslu stjórnar, en samþykkt að bíða með frekari umræðu þar til formaður væri viðstaddur (veikindaforföll á fundi) sem og aðrir forfallaðir stjórnarmenn.
6. Önnur mál:
a. Rætt um möguleika á ráðningu nýs verkefnastjóra til félagsins í haust, verksvið hans og fjárhagsgetu félagsins til að standa straum af ráðningu hans. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
b. Næsti fundur áætlaður á Vesturlandi í júní, nánari tímasetning auglýst síðar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 15.30