26. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 21. júní 2010 í Glaðheimum, Selfossi.
Mætt: Ágúst, Elín Björg, Rögnvaldur, Sveinn (fundarritari í forföllum ritara), Steingerður og Örlygur (varaformaður). Ennfremur sat Sigurður framkvæmdastjóri fundinn.
Boðuð forföll: Helga.
1. Formaður setti fund. Fundargerð 25. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
2. Ráðning Verkefnastjóra. Lögð fram drög að auglýsingu. Samþykkt með nokkrum viðbótum. Samþykkt að Steingerður, Sigurður og Örlygur færu yfir umsóknir og tækju ákvörðun um úrvinnslu umsókna.
3. Húsnæðismál. Markaðsstofa Suðurlands mun flytja inn í Glaðheima í júlí. Stjórnin lýsti yfir ánægju með það fyrirkomulag.
4. Vísinda- og rannsóknasjóður Suðurlands. Samþykkt hlutdeild félagsins í sjóðnum og stefnuskrá sjóðsins undirrituð.
5. Önnur mál:
a. Lífrænn lífsstíll. Sveinn kynnti starf klasans. Lögð verður áhersla á áframhaldandi starf klasans og hugsanlega námskeiðshelgi í október. Unnið hefur verið öflugt kynningarstarf sem má nýta áfram.
b. Hátíðarfundur 17. júní sl. 26 nemendur útskrifuðust með háskólagráðu í gegnum fjarnámsaðstöðu félagsins, þar af 19 hjúkrunarfræðingar, og voru þeir boðaðir á hátíðarfund af því tilefni. Fundurinn tókst með miklum ágætum.
c. Geopark. Greint frá stöðu málsins.
d. Matarsmiðja. Fundið hefur verið húsnæði og fengist hefur styrkur úr Vaxtarsamningi Suðurlands í tengslum við verkefnið.
e. Stefnt er að stofnun Fuglaklasa þar sem nýta á tækifæri auðugs fuglalífs á Suðurlandi til ferðaþjónustu og skoða möguleika á auknum menntatækifærum í því sambandi.
f. Fundur á Vesturlandi í haust. Stefnt að fundi á Vesturlandi þ. 31. ágúst nk. Nánar boðað síðar.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 13.10