- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Iðu þann 28.06.2012.
Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðuðu Ágúst Sigurðsson og Elín Björg Jónsdóttir.
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
1. Sameiginlegur fundur stjórna og framkvæmdastjóra HfSu. og Fræðslunets Suðurlands um húsnæðismál, en brýnt er að lausn finnist á þeim málum. Fyrir fundinum lá minnisblað frá framkvæmdastjóra sveitarfélagsins Árborgar um leigu eða kaup á Sandvíkurskóla. Stjórnir HfSu og Fræðslunetsins samþykktu að senda framkvæmdastjóra Árborgar gagntilboð vegna mögulegrar leigu á húsnæði gamla Sandvíkurskóla og formönnum og framkvæmdastjórum falið að vinna málið áfram.
2. Stjórn Háskólafélagsins var endurkjörin á aðalfundi sem haldinn var í Sögusetrinu á Hvolsvelli þann 14. júní sl. Stjórnin skipti með sér verkum; Steingerður Hreinsdóttir formaður, Örlygur Karlsson varaformaður og Helga Þorbergsdóttir ritari.
3. Skrifað hefur verið undir samning um IPA styrk sem greiddur verður til Háskólafélagsins til reksturs Kötlu jarðvangs. Gerða hafa verið breytingar á samþykktum Kötlu jarðvangs sem fela í sér að HfSu tilnefni tvo menn í stjórn félagsins og einn til vara. Steingerður Hreinsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson tilnefnd aðalmenn Sigurður Sigursveinsson varamaður.
4. Samþykkt að halda næsta stjórnarfund kl.11, 20. ágúst n.k., hugsanlega að Sólheimum í Grímsnesi. Þar verði lagðar áherslur í starfi stjórnar framundan.
5. Önnur mál. Rögnvaldur ræddi uppbyggingu gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðar á Kirkjubæjarklaustri. Mikilvægt er að þar verði þekkingarsetur sem sameini undir einum hatti fræðavinnu. Stjórnin lýsir yfir eindregnum vilja til að taka á leigu til 10 ára eitt skrifstofurými (fyrir einn starfsmann) í þekkingarsetrinu enda verði um sanngjarnt fermetraverð að ræða. Framkvæmdastjóra falið að fylgjast með og vinna að málinu fyrir hönd félagsins.