- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Sandvíkurskóla þann 11.02.2013
Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðuðu Ágúst Sigurðsson og Elín Björg Jónsdóttir
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
- Yfirlit um stöðu framkvæmda í Sandvík. Unnið er að lokafrágangi og stefnt að vígsluhátíð þann 1. mars næstkomandi. Samkeppni um nafn á starfsemina í húsinu hefur verið hleypt af stokkunum og verða úrslit kynnt við vígsluhátíð.
- Ráðuneyti, SASS og þekkingarstarfsemi á Suðurlandi. Samningur HfSu og mennta- ogmenningarmálaráðuneytis gildir til 31.12.2013. Hefja þarf viðræður við ráðuneytið um framhald eftir það.
Fimmtíu og þrjár milljónir króna eru í sóknaráætlun Suðurlands og verður þeim varið í eftirtalinn verkefni:
- Efling samstarfs um mennta- og fræðslustarf á Suðurlandi. Í þessu felst m.a. að stilla saman strengi Fræðslunets Suðurlands, Nýheima á Höfn og HfSu.
- Uppbygging símenntunar á miðsvæði starfssvæðisins. Áætlað er að ráðinn verði starfsmaður í Vestur-Skaftafellssýslu.
- Menntalestin á Suðurlandi.
- Upplýsingagátt Suðurlands – suðurland.is
- Listnám á Suðurlandi – greining og stefnumótun.
- Styrkir og stuðningsaðgerðir til eflingar atvinnulífs og nýsköpunar á Suðurlandi.
- Bændamarkaður Suðurlands og stuðningur við vöruþróun og markaðssókn smáframleiðenda.
- Suðurland allt árið.
- Rætt um málefni stjórnar.