Fundargerðir

40. fundur

  1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í

Fjölheimum þann 14.05.2013

 

 

Mætt: Ágúst Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðaði Elín Björg Jónsdóttir og Helga Þorbergsdóttir.

Fundargerð ritaði Sigurður Sigursveinsson.

 

  1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
  2. Einar Sveinbjörnsson frá KPMG lagði fram og útskýrði ársreikning félagsins fyrir 2012. Reikningurinn samþykktur og staðfestur með undirritun. Rekstrartap á árinu var 8,2 mkr.
  3. Rætt um aðalfundinn sem áformað er að halda á Flúðum fimmtudaginn 6. júní.Stefnt að því að fundurinn hefjist með skoðun á Matarsmiðjunni á Flúðum kl. 11 og dagskrá verði lokið um kl. 14. Lögð verði áhersla á aðkomu félagsins að verkefninu.
  4. Bjarni Hlynur Ásbjörnsson ráðgjafi kynnti hugmyndir sínar um nálgun við að skoða verkefni og skipulag Fræðslunetsins og Háskólafélagsins og koma með tillögur um breytt fyrirkomulag.
  5. Sigurður greindi frá heimsókn þeirra Ásmundar Sverris framkvæmdastjóra Fræðslunetsins til Hornafjarðar í lok apríl. Ríkur vilji kom fram um það að Fræðslunetið og Háskólafélagið tækju að sér núverandi starfsemi Austurbrúar á Höfn.
  6. 10 umsóknir hafa borist um nýtt starf á vegum FnS/HfSu í Vestur-Skaftafellssýslu.
  7. Sigurður lagði fram drög að texta til verkefnisstjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi húsnæðisþarfir í nýju þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri. Textinn samþykktur óbreyttur.

 

 

Ágúst Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Sigursveinsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson