- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í
Fjölheimum þann 14.05.2013
Mætt: Ágúst Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins fundinn. Forföll boðaði Elín Björg Jónsdóttir og Helga Þorbergsdóttir.
Fundargerð ritaði Sigurður Sigursveinsson.
- Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
- Einar Sveinbjörnsson frá KPMG lagði fram og útskýrði ársreikning félagsins fyrir 2012. Reikningurinn samþykktur og staðfestur með undirritun. Rekstrartap á árinu var 8,2 mkr.
- Rætt um aðalfundinn sem áformað er að halda á Flúðum fimmtudaginn 6. júní.Stefnt að því að fundurinn hefjist með skoðun á Matarsmiðjunni á Flúðum kl. 11 og dagskrá verði lokið um kl. 14. Lögð verði áhersla á aðkomu félagsins að verkefninu.
- Bjarni Hlynur Ásbjörnsson ráðgjafi kynnti hugmyndir sínar um nálgun við að skoða verkefni og skipulag Fræðslunetsins og Háskólafélagsins og koma með tillögur um breytt fyrirkomulag.
- Sigurður greindi frá heimsókn þeirra Ásmundar Sverris framkvæmdastjóra Fræðslunetsins til Hornafjarðar í lok apríl. Ríkur vilji kom fram um það að Fræðslunetið og Háskólafélagið tækju að sér núverandi starfsemi Austurbrúar á Höfn.
- 10 umsóknir hafa borist um nýtt starf á vegum FnS/HfSu í Vestur-Skaftafellssýslu.
- Sigurður lagði fram drög að texta til verkefnisstjóra hjá Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi húsnæðisþarfir í nýju þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri. Textinn samþykktur óbreyttur.
Ágúst Sigurðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Sigursveinsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson, Örlygur Karlsson