Tilkoma Fjölheima, hins nýja húsnæðis Fræðslunetsins og Háskólafélags Suðurlands, hefur opnað möguleika á meiri þjónustu við fróðleiksfúsa Sunnlendinga, liður í því er að bjóða uppá staðnám við Háskólabrú Keilis sem fyrirhugað er að verði kennt í Fjölheimum í haust.
Í gær , þriðjudaginn 11. júní 2013, var haldinn kynningarfundur í Fjölheimum þar sem mættu fulltrúar frá Háskólabrú Keilis til þess að kynna námið. Háskólabrú Keilis var stofnuð í samstarfi við Háskóla Íslands og gefur ígildi stúdentsprófs og veitir því réttindi til þess að sækja um alla háskóla á Íslandi og marga erlenda háskóla.
Háskólabrúin er eins árs nám sem miðar að því að undirbúa nemendur i undir kröfuhart háskólanám, hún hefur undanfarin ár markað sér sérstöðu í einstaklingsmiðaðri þjónustu og stuðningi við nemendur sem eru að hefja nám að nýju eftir hlé.
Enn eru nokkur pláss laus í staðnám í Fjölheimum, og áhugasamir geta kynnt sér málið hjá Fræðslunetinu í síma 560 2030 eða hjá Keili í síma 578 4000.