- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í
Fjölheimum 25.09.2013
Mætt; Ágúst Sigurðsson, Dagný Magnúsdóttir, Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
- Dagný Magnúsdóttir boðin velkomin til starfa í stjórn Háskólafélagsins.
- Farið yfir áætlun um fundartíma stjórnar á komandi vetri. Ákveðið að halda næsta fund þann 28. október kl 13:30 í Þorlákshöfn. Aðalefni þess fundar verði stefnumótun. Auk þess var ákveðið að stjórnafundir verði 2. desember nk. og 10. febrúar og 7. apríl 2014. Um aðra fundi verður ákveðið eftir því sem tilefni er til.
- Fyrir liggur að endurnýja þarf samning HfSu við ríkisvaldið. Félagið þarf að skila sínum tillögum þar að lútandi í byrjun nóvember. Vinna við tillögur er hafin og verða teknar til umræðu á fundinum í lok október.
- Staða IPA verkefnis. Unnið hefur verið að uppbyggingu áfangastaða í Kötlu jarðvangi að undanförnu og hefur þeirri vinnu miðað vel. Áframhald verkefnisins er í óvissu vegna breyttrar stöðu umsóknarferlis Íslands að Evrópusambandinu. Staða málsins ætti að skýrast á næstu dögum.
- Skýrsla Bjarna Ásbjörnssonar sem hann vann fyrir stjórnir Háskólafélagsins og Fræðslunetsins. Skýrslunni var ætlað að greina samstafsgrunn og skipulag félaganna með áherslu á eftirfarandi þætti:
Greiningin taki til starfsemi Háskólafélagsins og fræðslunetsins og kanni frekari samstarfsmöguleika þeirra, m.a. í ljósi þess að starfsemin á Selfossi er nú komin í sameiginlegt húsnæði og ráðnir hafa verið sameiginlegir starfsmenn til að sinna tilteknum verkefnum.
Greiningin er gerð með það í huga að bæta þjónustuna við samfélagið á Suðurlandi og efla samstarf og árangur þeirra sem vinna hjá stofnununum.
Greiningarvinnan auðveldi stjórnum beggja félaga að fara í stefnumótun fyrir framtíðarstarfsemi í breyttu starfsumhverfi.
Skýrslan rædd og eftir fund stjórnar Háskólafélagsins verður sameiginlegur fundur stjórna umræddra félaga um skýrsluna.
- Önnur mál. Rætt um stöðu bænda með tilliti til aðgangs að námskeiðum í framhaldsfræðslu.