- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 7.4. 2014 í Fjölheimum kl. 10-12
Mætt: Dagný Magnúsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.
Forföll boðuðu Ágúst Sigurðsson, Helga Þorbergsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson.
- Undirritun fundargerðar 47. fundar.
- Framkvæmdastjóri fylgdi drögum að ársreikningi 2013 úr hlaði. Drögin samþykkt með þeirri ábendingu að í athugasemdum komi fram að enn eigi eftir að koma samningsbundin greiðsla frá Evrópusambandinu sem berast átti 2013.
- Ákveðið að kanna möguleika á því að halda opinn fund á Höfn fimmtudaginn 8. maí, e.t.v. með stjórn Fræðslunetsins þar sem starfsemi félaganna væri kynnt.
- Stefnt að því að halda aðalfund félagsins þriðjudaginn 27. maí kl. 14 í Fjölheimum.
- Önnur mál.
Stjórnin staðfestir ákvörðun aðalfundar 2013 um breytingar á samþykktum félagsins.